Starfsmenn

Rósa Traustadóttir er menntaður heilsuráðgjafi og jógakennari og er eigandi og framkvæmdastjóri Hugform ehf. Hún er einnig með BA próf í bókasafns-og upplýsingafræðum og ensku sem og réttindi sem Brian Tracy leiðbeinandi. Hún hefur alla tíð haft áhuga á heilsu og bættu mataræði og betri lífstíl og telur það forréttindi að geta aðstoðað fólk til betri lífsgæða með breyttum lífstíl og mataræði.

Rósa lærði jógakennarann hjá Guðjóni Bergmann og Yogi Shanti Desai árið 2003 og hefur kennt jóga síðan.

Rósa stundaði nám í heilsuráðgjöf við: Institute for Integrative Nutrition í New York og útskrifaðist í janúar 2011.  Námið er m.a. viðurkennt af AADP (American Association of Drugless Practitioners) og State University of New York - Purchase College.

Rósa er einnig Yoga Nidra kennari en hún nam þau fræði á Amrit Yoga Institute í Florida haustið 2011. Hjá meistara Gurudev eða Amrit Desai. Yoga Nidra er djúpslökun sem leiðir þig djúpt inn í undirvitund þína, þú kemur tilbaka endurnærður og tilbúinn í hvað sem er.

Rósa býður upp á einstaklingsráðgjöf, jógakennslu, fyrirlestra og námskeið.

Ef þú vilt gera breytingu á þínu lífi í lífstíl og mataræði og ert tilbúin að breyta til langframa en ekki í leit að einum skyndikúrnum enn ert þú á réttum stað!

Rósa er gift og á þrjú börn sem smám saman eru að skríða úr hreiðrinu. Hún hefur einlægan áhuga á heilsu, útiveru, hundum og góðum bókum!