Heilsuráðgjöf

Vertu velkomin!

Ég ástunda heildræna nálgun að heilbrigði og vellíðan, Sem þýðir að ég skoða alla þætti sem tengjast lífi þínu. Ert þú að leita í mat vegna álags í vinnuni eða sambandinu? Sefur þú illa og ert orkulaus? Þegar við vinnum saman, munum við skoða alla þá þætti sem geta haft áhrif á heilsu þína í heild.

Nálgun mín byggist ekki á hitaeiningafjölda, kolvetnum, fitu, eða próteini. Hún er ekki háð boðum eða bönnum um gott eða slæmt mataræði. Ég hjálpa þér að öðlast heilsusamlegt viðhorf og þannig skapar þú þér hamingjuríkara líf.

Saman vinnum við að því að þú náir þínum markmiðum. Það getur verið að ná kjörþyngd, minnka sykurlöngun, bæta svefnvenjur og auka orku. Með samvinnu okkar öðlast þú betri þekkingu á hvaða matur og hvaða lífstíll henntar þér best og hvernig þú getur gert varanlegar breytingar á lífi þínu og heilsu.

Hér eru nokkrir punktar sem við munum skoða:

Við erum öll mismunandi:

Sem þýðir að við höfum öll mismunandi þarfir hvað varðar næringu, andlega og líkamlega. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Þess vegna virka megrunarkúrar ekki, heldur gera þeir ástandið verra til lengri tíma litið. Með því að vinna að persónulegum þörfum þínum, mun samvinna okkar hjálpa þér að gera jákvæðar breytingar á þínu lífi, sem hennta þér persónulega.

Grundvallarfæða:

Það er eðlilegt fyrir okkur að líta á mat sem næringu, en næring er líka annað og meira. Allt sem hefur áhrif á okkur í lífinu er næring, heilbrið samskipti, innihaldsríkur starfsferill, regluleg hreyfing og andleg vitund eru ómissandi hlutir af okkar næringu. Þegar þessi frumnæring er í jafnvægi, skiptir það sem við borðum minna máli.

Pyramidinn minn:

Heildrænn fæðupýramídi leggur áherslu á jafnvægi: að við borðum gæðafæðu sem samanstendur af grænmeti, ávöxtum, flóknum kolvetnum, góðum próteinum, nauðsynlegri fitu og drekkum nóg af vatni. Til að fullkomna myndina, er pýramídinn umlukin þeirri grundvallarfæðu sem skapar það jafnvægi sem við þurfum. Það er mitt hlutverk að hjálpa þér að ná þínum markmiðum.


Er eftir einhverju að bíða?

Hafðu samband og pantaðu tíma  í heilsuráðgjöf í síma 898 2295 eða sendu mér tölvupóst á netfangið mailto:rosat@simnet.is