Jóga fyrir alla

Jóga er dásamleg leið til að liðka líkamanum, læra að slaka á og líða dásamlega að tíma loknum. Í jóga notum við öndunina mikið og tengjum hana inn í jógastöðurnar, þannig nærðu að sleppa takinu á huganum og einbeita þér að andartakinu í núinu! Í jóga styrkir þú líkamann og liðkar, þú vinnur með eigin þyngd og lærir að hlusta á líkama þinn. Jóga sameinar líkama, huga og sál og veitir dásamlega þægindartilfinningu eftir iðkun. Flestir geta tekið þátt í jóga á hvaða aldri sem þeir eru!

Hafðu samband ef þú vilt komast í jógatíma eða vilt fá mig á vinnustað eða í saumaklubbinn.

 

Blanda af mjúkum teygjum og dásamlegri slökun, þú kemur endurnærður tilbaka og finnur hvernig streitan fjarlægist. Frábært að enda vinnuvikuna á þessum tíma sem hentar flestum. Þú þarft engan grunn í jóga til að geta nýtt þér þessa tíma.

    Kennari er Rósa Traustadóttir jógakennari, heilsuráðgjafi og jóga nídra kennari

 

 

 

 

Jóga Nidra og kostir þess

Nídra þýðir svefn og Jóga Nídra  má þýða sem jógískan svefn eða liggjandi hugleiðslu. Þú ert leiddur inn í mjög djúpa slökun þar sem þú nærð að aftengja  þig frá allri spennu, álagi og streitu. Jóga Nídra er hugleiðsluaðferð sem auðvelt er að ná tökum á, þar sem þú þarft ekki annað en að leggjast í þægilega stöðu og hlusta. Við flæðum inn í slökun sem veitir líkama og huga kyrrð og frið, og komum tilbaka endurnærð og full af orku.

Mjög öflug aðferð til að vinna gegn streitu og streitutengdum vandamálum, svefnleysi, fíkn hvers konar og vandamálum tengdum taugakerfinu. Þetta er svo magnað að þú verður að koma og prófa sjálfur. Rannsóknir sýna að í Jóga Nídra örvar þú framleiðslu Melatonins og Serotonins sem eru hormón sem veita þér vellíðan. Þú getur einnig pantað Jóga Nídra disk hjá mér sem ég gaf út 2014 sjá

Jóga Nidra getur hjálpað þér á marga vegu s.s.:

  • Lækkað blóðþrýsting
  • Minnkað spennu og streitu til muna
  • Bætt svefninn
  • Dregið úr ótímabærri öldrun
     

Hægt að leggja inn á reikning vegna námskeiða:

152-26-100530   kt. 5308992849   Hugform ehf