Sumar!

30/06/2015 13:22

Sumarfrí, sumarvinna, sumarveður eða sumarrigning! En samt sumar sem er dásamlegt, ég elska íslenska sumarið, þrátt fyrir kalt vor er nú allt orðið grænt og grænmetið farið að verða nýtilegt í salatið sérstaklega spínatið það er æðislegt núna! Horfi hér á nýþveginn þvottinn blakta í sumargolunni og vona jú hjartanlega að það muni ekki fara að rigna strax.

Sumarvenjur eða sumar venjur eru nauðsynlegar því þrátt fyrir frí og stundum sól er nauðsynlegt að hlúa að heilsunni allan ársins hring. Margir missa sig í sætindi yfir sumarið því það er svo tengt útilegum og sumarbústaðaferðum en það er jú bara vani allur þessi sykur, allt gott í hófi líka á sumrin.

Núna er tími fyrir birkitínslu sem er svakalega gott í te á kvöldin eða morgnana eða bara einhvers staðar þar á milli. En mjög auðvelt er að tína birki. Best að velja staði þar sem umferð er lítil því ekki viljum við drekka mengun frá bílunum og helst að tína það áður en það er komið einvher óáran í það. Best að nota skæri og hafa með sér léreftspoka og klippa síðan bara fremst á greinunum ferskustu laufin svona 10- 15 sm. Breiða síðan afraksturinn á gamalt sængurver t.d. inni hjá þér en ekki í beinni sól. Snúa reglulega og þetta þornar á svona 3-5 dögum. Þá er upplagt að krumpa þetta svolítið saman og tína greinarnar frá. Setja síðan þurrkuðu laufin í góða stampa ef þú ert með plast notaðu þá bréfpoka að innanverðu. Geymdu í lokuðum ílátum fjarri sól og taktu til við að njóta þess að drekka dásamlegt birkite!