Spínatbaka

14/05/2012 14:44

Fljótleg og holl baka í morgun-eða hádegisverð

  • 5 bollar af fersku spínati
  • 1-2 tsk ólífuolía (til að setja á pönnu)
  • 1 1/2 bolli mozzarellaostur
  • 1/3 bolli þunnt skorinn vorlaukur
  • 8 egg
  • 1 tsk kryddblanda að eigin smekk
  • salt
  • svartur pipar malaður

Aðferð:

Forhitið ofninn í 190C. Smyrjið eldfast mót með olíu.

Hitið olíu á pönnu og setjið spínatið á pönnuna og hrærið í 2 mín. þar til spínatið er farið að linast. Setjið spínatið á eldfasta mótið og dreifið ostinum og lauknum yfir það. Piskið eggin saman og kryddið með kryddblöndu og salti og pipar. Hellið eggjunum yfir spínatið. Notið gafal til að blanda þessu rólega saman.

Bakið í ofni í cirka 35 mín. eða þar til rétturinn er farin að brúnast. Látið kólna í 5 mínútur áður en rétturinn er borinn fram.

Gott að hafa sýrðan rjóma með þessu eða smá Tabasco sósu.

Það er sniðugt að skera bökuna í sneiðar og geyma inni í frysti. Og þá ertu komin með fljótlegan morgunverð sem þú getur hitað í örbylgjuofni í 1-2 mínútur. Verði ykkur að góðu:)