Matur sem gerir þig fallegan

Matur sem gerir þig fallega!

Öll viljum við líta vel út og vera falleg, sérstaklega þegar árin færast yfir okkur kaupum við dýr krem í von um að hrukkurnar verði ekki eins áberandi. En staðreyndin er sú að það sem við látum ofan í okkur hefur jafnvel meira að segja en það sem við smyrjum á húðina þó það sé vissulega mikilvægt líka. Allur sykur og allt þetta óholla setur líka mark á okkur og ekki síst húðina!

Vertu dugleg/ur að drekka vatn, vantsinnihald húðarinnar er 80 % og húðin er jú stærsta líffærið. Vatn flytur næringarefnin til húðarinnar og óhreinindi frá.

Silicium er húðinni nauðsynlegt það örvar myndun próteinanna kollagen og elastin gefur beinunum styrk og heldur teygjanleika húðarinnar. Fáðu silicium með grænu grænmeti, hveitigrasi, tómötum, radísum, agúrkum og rauðri papríku

Brennisteinn er nauðsynlegur til að mynda vef og keratin sem myndar húðina hárið og neglurnar. Fáðu það í gegnum rucola, blágrænum þörungum, kál, chili, brokkolí, lauk og hvítlauk, spírulínu og graskersfræ.

Zink er nauðsynlegt og hjálpar húðinni að brjóta niður gamalt kollagen og byggja upp nýtt einnig kemur zink í veg fyrir slit í húð og elliblettum. Fáðu zink í gegnum, pekanhnetur, cashewhnetur, sólkjarnafræ, sesamfræ, spínat, kókós, spírulína og þang.