Graskersbrauðið hennar Sigrúnar

3 stór egg
150 gr. hrásykur (má vera mun minna)
1 dl grænmetisolía t.d. ólífuolía
300 gr. spelt
2 tsk matarsódi
1 1/2 tsk kanill
1/2 tsk salt
1/2 tsk negull
480 gr graskersmauk ( fæst í 800 gr dós í Kosti 100 pure pumkin frá Libby's ; einnig hægt að nota sætar karteflur soðnar og stappaðar)
200 gr döðlur gróft saxaðar
100 gr. valhnetur

Hitið ofninn í 175C
Egg, sykur og olía þeytt saman. Þurrefnum bætt útí. Graskersmaukið bætt við og síðan döðlum og hnetum með sleikju. Sett í eitt stórt form eða fleiri lítil. Bakist í 1 klst og 20 mín eða minna ef formin eru fleiri.