Spinatlasagna

05/05/2013 21:54

2-300 gr spínat frosið eða ferskt

3 egg

1 poki Mozarella ostur

1 dós niðursoðnir tómatar lífrænir

2 hvítlauksrif

2 tsk oregano t.d. frá Pottagöldrum

2 tsk timian frá Pottagöldrum

Lasagne plötur spelt eða tortilla vefjur

1 stór dós Kotasæla

Salt og pipar

Spínat skorið niður ef notað frosið þá látið þiðna og vatnið kreist vel úr. Spínati kostasælu, eggjum og osti blandað vel saman.

Niðursoðnir tómatar settir í pott með hvítlauk, oregano og tímian smá salt (t.d. Himalaya eða sjávarsalt) og pipar. Látið malla í smá stund.

Tómatsósan sett í botninn á eldföstu formi síðan lasagna plötur svo ostahræra þá aftur tómatsósa, lasagneplötur og ostahræra. Sett í ofn með álpappír yfir og bakað í 40-60 mín við 200°C. Ostur settur yfir síðustu 20 mínúturnar. Borið fram með góðu fersku grænu salati. Einnig gott að nota pestó með:)