Speltbrauð

14/05/2012 14:32

Speltbrauð

 

4 dl spelt
1 dl af einhverjum fræjum t.d. sesamfræ, graskersfræ, sólblómafræ
smá af grófu haframjöli t.d. tröllahöfrum eða nota það sem til er!
1-2 gulrætur (skafnar) ( má sl.)
3-5 tsk vínsteinslyftiduft eða 2 venjul. lyftid.
tæp tsk sjávarsalt
1 1/2-2 dl ab-mjólk
1 1/2-2 dl sjóðandi heitt vatn

Setjið þurrefnin í skál hellið vökvanum varlega saman og hrærið
eins lítið og hægt er
setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 30 mín við 200°C
ég vel að klæða formið með smjörpappír minna uppvask.

Grunnuppskrift úr Grænn Kostur Hagkaupa en stílfærð og breytt