Morgungrautur Rósu

19/10/2015 11:11

Morgungrautur Rósu:

1 dl hafrar, veldu góða hafra

3 dl vatn

1/2 dl sólblómafræ

1/2 dl hampfræ

1 matsk rúsínur

1 matsk gojiber / bláber / einhver ber

1 matsk kókosolía eða smjör 

Látið sjóða í 2-3 mínútur bætið þá út í 1/2  dl af berjum og kókoslólíu eða smjöri hrærið og setjið í skál

Góður lífrænn kanill drussaður yfir ásamt nokkrum valhnetum. Mjólk að eigin vali sett út á og notið. Til hátíðarbrigða er hægt að setja smá ekta Maple síróp, þarf að vera lífrænt svo þú fáir ekki tóman hvítan sykur!