Lífið er dásamlegt!

12/07/2012 11:25

Sumar sól og hiti hversu dásamlegt er það á Íslandi. Njótum eins og við getum, verum úti og verum hugfanginn af náttúrunni, fuglunum, litunum og öllu sem fyrir augu ber. Hamingjan er einmitt að njóta þessara litlu dásemda en ekki endilega eitthvað mikið, stórt og dýrt. Bara að njóta og vera í augnablikinu býður upp á svo margt. Förum í göngutúr og virkilega skoðum umhverfið okkar. Ég sat út í garði áðan á grasinu fann lyktina og heita goluna og fannst ég vera heppnasta manneskja í heimi. Það er svo mikil hugleiðsla í þessu smáa svo mikið jóga! Streita er eitt af helstu vandamálum hins vestræna heims, en streita er einmitt ofhleðsla í líkamanum spennan magnast og síðan eins og brestur eitthvað. Með því að tengja sjálfan sig örlítið inn í núið bara með því að anda og njóta getur það eitt og sér hjálpað spenntum líkama og þreyttum huga. Verum endalaust þakklát fyrir þetta dásamlega sumar öndum inn í það og hættum að vera of upptekin af því sem verður á morgunn eftir viku eða í haust.