Kínóaflögugrautur

17/09/2012 13:39

3 matskeiðar kínóaflögur

3 dl vatn

slatti af kanil (ekki kanilsykri)

smá salt

allt soðið saman í örfáar mínútur. Slatta af frosnum berjum bætt útí, ég nota bláber sem ég tíndi í sumar svo hollt og gott:) njótið með smá mjólk eða rjóma, ég elska rjóma! Próteinrík byrjun á deginum, fyllir vel og gefur seddutilfinningu nánast fram að hádegi! Fékk þessa uppskrift frá Grasalækninum og vinkonu minni Önnu Rósu Róbertsdóttir.