Jólasmákökur í hollari kantinum

12/12/2014 08:54

2 dl spelt eða möndlumjöl
1/2 tsk vínsteinslyftiduft eða matarsóti

1/4 tsk salt

1/2 tsk vanilluduft frá Rapunzel t.d. eða vanilludropar

2 dl kornflakes eða rice krispies ef glútenóþol

2 dl haframjöl

1 dl kókosmjöl

100 gr smjör

2 dl kókospálmasykur

1 egg

hrærið saman smjör og sykur og bætið egginu við og hrærið vel. Bætið síðan þurrefnunum við og setjið deigið á plötu með teskeið. Bakist í miðjum ofni á 190°C.