Jóga Nídra ókeypis kynningartími 15. jan. kl. 17.15

15/01/2015 17:15


Áttu í erfiðleikum með svefn? Er streitan að fara með þig?  Þá getur Jóga Nídra hjálpað þér!
Ókeypis kynningartími 15. janúar kl. 17.15

Nidra þýðir svefn og Jóga Nídra  má þýða sem jógískan svefn eða liggjandi hugleiðslu. Þú ert leiddur inn í mjög djúpa slökun þar sem þú nærð að aftengja þig frá allri spennu, álagi og streitu. Jóga Nídra er hugleiðsluaðferð sem auðvelt er að ná tökum á, þar sem þú þarft ekki annað en að leggjast í þægilega stöðu og hlusta. Við flæðum inn í slökun sem veitir líkama og huga kyrrð og frið, og komum tilbaka full af orku og ánægju.

Jóga Nídra vinnur gegn streitu og þreytu sem einkennir svo mjög nútíma samfélag. Streita og
streitutengd vandamál eru undirliggjandi þáttur í mörgum sjúkdómum.
Jóga Nídra hefur reynst mjög vel fyrir þá sem eiga við svefnerfiðleika að stríða, fyrir þá sem
eru að takast á við álag og spennu og fyrir þá sem einfaldlega vilja ná að kyrra hugann og öðlast meiri orku

Rannsóknir sýna að í Jóga Nídra örvar þú góðu hormónin í líkamanum s.s. melatonin og serotonin, sem
þýður að þú einfaldlega finnur fyrir meiri vellíðan. Jóga Nídra eru aldagömul fræði frá gömlu jógameisturunum.

Komdu og prófaðu Jóga Nídra í Jógastöð Selfoss að Austurvegi 21 c fimmtud. 15. jan. kl. 17.15.
Rósa Traustadóttir Jógakennari og Jóga Nídra kennari með mikla reynslu, leiðir
þig inn í þægilegt slökunarástand sem varir lengur en þig grunar!