Gló brauð með útfærslu

14/05/2012 14:39

2 ½ dl gróft spel
2 ½ dl fínt spelt
1 dl tröllahafrar
1 dl sólblómafræ

1 dl graskersfræ
1 dl saxaðar hnetur t.d pekan
1 msk vínsteinslyftiduft
½ tsk salt
2 -3 msk hunang
2-2 ½ dl sjóðandi vatn
1 msk sítrónusafi

Hitið ofninn í 180°C, blandið þurrefnunum saman í skál + hunang, hellið vatni og sítrónusafa útí og hrærið þessu saman, skiptið í tvennt, setjið í 2 meðalstór smurð form eða 1 í stærra lagi. Bakið við 180°C í um 30 mín , takið brauðið úr forminu og haldið áfram að baka í 10 mín