Fræbrauð glútenlaust

06/05/2013 15:36

Fræbrauð

3 egg

3 dl rifinn ostur

1 matsk sýrður rjómi

2 matsk kotasæla

2 tsk vínsteinslyftiduft

5 dl fræ ( t.d. sesamfræ, hörfræ mulin, sólblómafræ, og graskersfræ)

 

Blandið saman eggjum, osti, syrðum rjóma, kotasælu og lyftidufti í skal, bara hrært með sleif. Bætið fræjunum útí. Deigið á að vera þægilega lint og frekar blautt .

Fletjið deigið jafnt á bökunaplötu með bökunarpappír, hafið það eins jafnt og hægt er.

 

Bakið brauðið í miðjum ofni við 225° í 15 mín. Skerið brauðið í hæfilega teninga.