Fíkjubrauð úr Gestgjafanum

11/07/2013 22:49

Fíkjubrauð
300 gr fíkjur eða einn poki
3 dl sjóðandi vatn hellt yfir fíkjurnar sem gott er að saxa í tvennt
10 dl spelt
4 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt
1/2 tsk vanilluduft
100 gr valhnetur gróft saxaðar
100 gr heslihnetur gróft saxaðar
4 dl ab mjólk

Hrærið allt varlega saman og setjið í 2 meðalstór form, bakið í 40 mín við 180 gráður. Einnig er auðveldlega hægt að minnka uppskriftina um helming!