Eplakakan mín

29/01/2014 16:08

4-5 græn epli afhýdd og skorin í huggulegar sneiðar og sett í eldfast mót

kanil stráð yfir helst þessi holli lífræni frá t.d. Rapunzel nota bara fullt af kanil

nokkrar smjörklípur settar yfir og inn í 200 ° heitan ofn.

1 bolli tröllahafrar

1 bolli spelt eða möndlumjöl  ef fólk vill hafa kökuna glútenfría

1 bolli púðursykur eða Rapadura sykur

slatta af möndluflögum fer eftir smekk hvers og eins 1/2 til heill pakki

100 gr smjör frekar meira en minna

1 tsk Vínsteinslyftiduft

smá salt (má sleppa)

Smjörið haft lint eða brætt, öllu hrært saman og sett yfir eplin sem þegar eru farin að taka sig í ofninum. Bakað í 10-15 mín.

Borið fram með þeyttum íslenskum dásemdar rjóma!