Dásamlegt jólanammi

20/12/2013 09:47
 

 Jólanammi!

2 bollar kókosmjöl
1 bolli döðlur lagðar í bleyti í 30, mín. Vatnið kreist af þeim
½ bolli pekan eða cashe...w hnetur
2 msk möndlusmjör
3 msk kókosolía við stofuhita
1 tsk vanillu sykur
100 g suðusúkkulaði 50 - 70 %

Döðlur maukaðar í mixer. Setjið döðlurnar yfir í rúmgóða skál, maukið næst hneturnar og setjið í skálina, því næst fer restin af hráefnunum og er þetta hrært saman. Það er einnig hægt að hnoða þetta saman í hrærivél.
Setjið bökunarpappír annað hvort í eldfast mót eða í ofnskúffu. Þjappið og þrýstið deiginu vel í mótið og út í hornin. Setjið því næst í kæli í 30 mín.

Súkkulaðibráð
100 g suðusúkkulaði, 50-70 %
1 msk kókosolía,
Brætt í potti við lágan hita. Kælt örlítið áður en þessu er smurt yfir botninn.
Mér finnst best að skera bitana niður á þessu stigi. Set síðan inn í kæli á ný að lágmarki í 1 klst. Gott að geyma í kæli eða frysti.